Fréttir

Greiðslukerfið komið í lag

21.02.2012

 Etthvert ólag var á greiðslukerfinu, en nú er búið að lagfæra það. Allar kortaupplýsingar eru geymdar hjá Kortaþjónustunni. Greiðslugáttinn er Kortaþjónustunni og verður það gert sýnilegt í þessari viku, þannig að þega vara hefur verið pöntuð færist viðskiptavinurinn inn á greiðslu gáttina og gegnur frá greiðslu þar og færist síðan aftur yfir á www.muurikka.is

Nýjar vörur væntanlegar í byrjun mars.

06.02.2012

 Veið eigum von á nýjum vörum í lok mars, þar á meðal 3l gufusuðupott, 
 og valu pönnu, ásamt nýjum Muurikka vörum, setjum inn fréttir þegar nær dregur
 

Gleðilegt nýtt ár

31.12.2011

Óskum viðskiptavinum og velunnurum okkar gleðilegs árs og þökkum samskiptin á liðnum árum.

Gleðileg jól

24.12.2011

 Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum  kærlega fyrir viðskiptin á árinu sem er að ljúka

Nú hefur þessi netverslun verið opnuð formlega

20.12.2011

 Búið er að taka út greiðslukerfið og geta nú öll kortaviðskipti farið í gegnum greiðslukerfi Kortaþjónustunnar.  Við geymum engar kortaupplýsingar og deilum ekki út neinum netföngum. 
Við munum reyna að veita eins persónulega þjónustu og hægt er í gegnum netið.
Eitthvað af vörum hefur selst upp á meðan  netverslunin var sett upp og er beðist velvirðingar á því. Jafnframt þökkum við þær frábæru viðtökur sem við höfum fengið á Opa pottum og pönnum og erum sannfærð um að þær uppfylla væntingar viðskipta vina okkar

Nýja síðan lokins komin á netið.

18.12.2011

 Ekki er hægt að kaupa vörur enn sem komið er, þar sem verið er að taka út öryggismálin í verslunar og kortakerftinu.  Því ætti að ljúka á næstu dögum. Opa og Muurikka vörur hafa verið til sölu á Jólamarkaði í verslunarmiðstöinni Neista á Ísafirði og hafa vægt til orða tekið fengið frábærar móttökur, Eitthvað er orðið uppselt og lítið eftir af öðru, en reynt verður að bæta úr því við fyrsta hentugleika. Hægt er að senda okkur tölvupóst og panta vörur af síðunni fram til hádegis þriðjudaginn 20.12.2011 sem ætti að vera öruggt að fengist afhent fyrir jól.
netfangið er steini@muurikka.is eða gsm 897 4573. 
ps Eftir hádegi
20.12.  verð ég kominn í jólafrí og því gæti verið erfitt að tryggja að vörur komist í póst eftir þann tíma
 
 

Finnskar pönnukökur

08.12.2011

Bragðgóðar finnskar pönnukur sem eru góðar á muurikka pönnur

Heitreykt Hrefna

08.12.2011

 Heitreykt hrefna er algjört lostæti,hentar vel sem forréttur eða smáréttur.

Meðhöndlun

Takið vænan bita af hrefnu, skerið hann í ca 3-4 cm þykka sneið. Snyrtið bitann og ef það er kominn svartur litur á ystalagið með brákarlykt skerið það þá frá.  Hjúpið bitann með grófu salti, ekki maldon heldur gamla góða grófa saltið og geymið þannig í ca 15-20 mín.

Ný heimasíða og netverslun

08.12.2011

 Velkomin á nýja heimsíðu og netverslun Muurikka á Íslandi. Það hefur lengi staðið til að setja upp þessa netverslun og nú er komið að því.  
Það var gert til að auvelda viðskiptin á netinu.

Steinbítskynnar í Teriyaki sósu

08.12.2011

Fyrir 4

Rabarbarasaft

08.12.2011

 

Rabarbarasaft

 

Einfalt er að laga góða rabbabarasaft í saftpottinum frá Opa.

5kg gróft skorinn rabarbari

500 gr hrásykur

Setjið ca 3 l af vatni í pottinn, látið rabarbarann í sigtið og hellið úr einum pakka af hrásykri (500 gr) yfir. Setjið pottinn á eldavél og kveikið undir. Þegar suðan kemur upp er gott að lækka aðeins undir og eftir ca 1 klst. ættuð þið að vera komin með ca 5 l af rabarbarasaft.

Rabarbara og epla saft

08.12.2011

 24. ágúst 2011

2.5 kg rabarbari

2.5 kg epli   ( gul eða rauð eftir smekk hvers og eins) ég nota frekar gul

250 gr hrásykur

Skolið rabarbarann og skerið í bita, 3-4 cm langa bita

skolið eplin  og skerið í báta ( híðið má vera á)