Fréttir

Finnskar pönnukökur

08.12.2011

Bragðgóðar finnskar pönnukur sem eru góðar á muurikka pönnur

Grunnuppskrift

3 dl byggmjöl
1,5 dl hveiti
2 egg
1 lítri mjólk

Íslenskt smjör til steikingar

Gott er að hræra degið ca 2 klst. fyrir notkun. Ef menn vilja, má bæta sykri út í deigið allt eftir smekk hvers og eins, ég læt ca 2 msk í þessi hlutföll. Þessi uppskrift dugar vel fyrir 20 manns.

Nauðsynlegt er að þrífa pönnuna vel áður en pönnukökurnar eru bakaðar og ekki hafa hana of heita. Best er að hafa brennarana á minnstu hitastillingu og bera örlítið smjör á pönnuna fyrir hverja pönnuköku.

Þegar deigið er sett á pönnuna þarf að hræra í því með ausunni til að fá byggið með og hella því svo á pönnuna í hring utan við miðju hennar. Þegar pönnukakan fer að taka sig, þá er ágætt að dreifa úr deiginu ofan af miðju kökunnar svo hún verði ekki of þykk.

Gott er að bera fram fersk ber og rjóma með pönnukökunum, ristuð epli og kanilsykur eða ís og súkkulaðisósu .