Fréttir

Heitreykt Hrefna

08.12.2011
 Heitreykt hrefna er algjört lostæti,hentar vel sem forréttur eða smáréttur.

Meðhöndlun

Takið vænan bita af hrefnu, skerið hann í ca 3-4 cm þykka sneið. Snyrtið bitann og ef það er kominn svartur litur á ystalagið með brákarlykt skerið það þá frá.  Hjúpið bitann með grófu salti, ekki maldon heldur gamla góða grófa saltið og geymið þannig í ca 15-20 mín.

Heitreykt hrefna er algjört lostæti,hentar vel sem forréttur eða smáréttur.

Meðhöndlun

Takið vænan bita af hrefnu, skerið hann í ca 3-4 cm þykka sneið. Snyrtið bitann og ef það er kominn svartur litur á ystalagið með brákarlykt skerið það þá frá.  Hjúpið bitann með grófu salti, ekki maldon heldur gamla góða grófa saltið og geymið þannig í ca 15-20 mín.

Skafið saltiið af með hníf og þerrið bitann með pappír eða viskustykki og kryddið með nýmöluðum pipar, hrefnan þolir alveg vel af pipar.

Takið til Opa reykbox eða reykpönnuna og setjið í það ca 1 dl af Opa spæni úr Elri, neðst í reykboxið  Setjið 1 tsk af sykri eða 1 sykurmola í álform undan sprittkerti og setjið það í miðjuna á saginu. Setjið Hrefnuna á grindina og komið henni fyrir á sínum stað. Lokið reykboxinu og setjið það yfir opinn eld, eða á Muurikka brennarann og gætið þess að reykboxið sé stöðugt.

Á Muurikka brennara líð ca 3-4 mínútur eftir að kveikt hefur verið undir reykboxinu þar til reykurinn fer að læðast út úr boxinu. Takið þá tímann, mér finst best að hana Hrefnuna ekki lengur yfir hitanum en 5 mín. Slökkvið á brennaranum og látið hrefnuna kólna í reykboxinu og EKKI opna það fyrir en eftir ca 1 klst.

Ef reykja á yfir opnum eldi þarf að hafa í huga að hafa ekki of mikinn eld, því þá verður hitinn of mikill og hrefnan ofeldast. Mér þykir hrefnan betri með því að hafa hana í stuttan tíma yfir hita því hún verður þurr og stíf ef hún er of lengi.

Ég nota frekar gróft salt heldur en maldon saltið, því maldon saltið leysist fyrr upp og þá finnst mér hrefnan verða of sölt af maldon saltinu. Saltið sterilserar yfirborð kjötsins ásamt því að dragann úr því. Með því að gera þetta í upphafi er hægt að hafa kjötið eins og róstbeef það bráðnar upp í manni.  Ekki skiftir máli hvaða hluti af Hrefnunni er notað, ég hef reykt hryggvöðva sem síðubita og finn lítinn mun á.

Við heitreykingu þarf að prófa sig áfram, finna út hvernig hver og einn vill hafa þetta fyrir sinn smekk. Hversu mikið sag á að vera og sykurinn gefur meiri reyk. Ég set sykurinn i álform undan sprittkerti, því það er einfalt að fjarlægja brendann sykurinn í forminu heldur en að láta hann brenna fastann í reykboxið.

Hægt er að leika sér með bragðið með því að nota mismunandi sag, en gætið þess að vera með hreint sag, ekki nota sag af timbri sem búið er að lakka eða forverja á einhvern hátt. Eins er hægt að setja lyng eða jurtir með sagi til að fá mismunandi bragð.

Á sama hátt er tilvalið að reykja selkjöt, og kemur bragðið virkilega á óvart.

Verði ykkur að góðu