Fréttir

Krækiberjasaft

19.08.2012
Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir um krækiberjasaft, þá aðalega að fólki finnist því ganga illa að safta krækiberin. Þau springi ekki og það taki langan tíma.
 
 
 Ég var að safta nýtínd krækiber, ca 9 lítra og setti í það 1 bolla af hvítum sykri. Ég hafði mikla suðu á vatninu og það tók mig ca 1 klst of 45 mín og fékk úr því tæpa 4 L af saft.  Sum berin voru ósprungin, en þegar ég smakkaði á þeim, voru þau bragðlaus og  bara kjarninn í hýinu.
Ég hef líka fryst krækiber áður en þau voru sett í saftpottinn (lét þau frosin í pottinn) og finnst ég fá betri árangur þannig.   Ég ætla að geyma ca 5 lítra af krækiberjum fram á miðvikudag og sjá hvort það muni einhverju að  geyma þau við stofu hita í nokkra daga  Önnur ber er mjög auðvelt að safta ný og fersk
Það væri fróðlegt að frétta hvernig ykkur gengur að nota pottinn, þið getið annað hvort svarað mér á þessu netfangi eða birt svörin á facebook síðu Muurikka og þá er hægt að spjalla um árangurinn og ykkar reynslu
Með berjakveðju
Steini