Fréttir

Bláberja og rabarbarasaft með engifer, kanil og púðursykri

22.08.2012

Bragðgott bláberja, rabbarasaft með engifers og kanil keim.

5L bláber
2,5 kg rabarbari (frosinn)
250 gr púðursykur
3 sneiðar ferskur engifer  (ca2-3 mm þykkar)
1 kanilstöng 
 
Látið rabarbarann í sigtið, svo engifer, púðursykur og kanilstöngina og loks berin yfir. Gott er að hafa ca 4 lítra af vatni í pottinum og láta hjá sjóða við miðlungs hita eftir að suða hefur komið upp
Þetta er kröftug og bragð góð saft, og ekki síðri volg beint úr pottinum
Með því að bæta svo rúsínum, möndluflögum og nokkrum negulnöglum og hita það í potti er komin fyrirtaks óáfeng jólaglögg.
Þetta má svo styrkja með rauðvíni og Grand Mariner og þá vantar ekki annað en góðar piparkökur með
(ágætt er að sejtja saft og rauðvín 1/1 og svo smá appelsínulíkjör eða vodka útí, eftir smekk hvers og eins)